Hert að lífæð Gaza Þorgils Jónsson skrifar 14. september 2013 07:00 Hér vinnur Palestínumaður baki brotnu að smyglgöngum. Smyglgöng hafa lengi verið við lýði en aldrei í líkingu við það sem viðgengist hefur frá árinu 2007 þegar Hamas tók við völdum í Gaza og Ísraelar og Egyptar hertu verulega á innflutningshöftum. NordicPhotos/AFP Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP Gasa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP
Gasa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira