Ísland á Evrópumet í klamydíu Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 06:45 Klamydía er algengur kynsjúkdómur á Íslandi og er meðal annars meðhöndlaður á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttablaðið/Anton „Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira