Erlent

Skelin varð til úr rifjahylkinu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Skjaldbaka nærist á Galapagos-eyjum.
Skjaldbaka nærist á Galapagos-eyjum.
Vísindi Japanskir vísindamenn hafa nú leyst gátuna um tilurð skeljar skjaldbökunnar. Þeir segja engan vafa leika á því lengur að skelin varð til úr rifjahylkinu.

Til þessa hafa vísindamenn talið hugsanlegt að hún hafi orðið til úr blöndu af ýmsum beinum skjaldbökunnar.

Gerð er grein fyrir þessari uppgötvun í tímaritinu Nature Communications. Niðurstaðan fékkst með ítarlegum samanburði á fóstrum skjaldbaka, kjúklinga og krókódíla, samanburði við steingervinga og greiningu á erfðaefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×