Erlent

Áformum Mansúrs mótmælt

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Bræðralag múslima og aðrir stuðningsmenn Morsis ætla ekki að láta undan.
Bræðralag múslima og aðrir stuðningsmenn Morsis ætla ekki að láta undan.
Bræðralag múslima hafnaði í gær áformum nýju bráðabirgðastjórnarinnar um endurskoðun á stjórnarskrá landsins fyrir áramót og síðan í framhaldinu bæði þing- og forsetakosningum á fyrri hluta næsta árs.

Bráðabirgðastjórnin birti þessa áætlun á mánudag, nokkru eftir blóðbaðið fyrir utan bækistöðvar sérsveita hersins í Kaíró, þar sem meira en fimmtíu manns létu lífið.

Talsmaður Aldí Mansúrs forseta skýrði síðan í gær frá því að Hasem el Beblaví verði forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar og Múhamed el Baradei aðstoðarforsætisráðherra.

Flokkur harðlínuíslamista, al Núr, sagðist hins vegar enn vera að skoða hvort hann geti sætt sig við að el Baradei verði í embættinu. Um helgina kom Al Núr í veg fyrir að el Baradei yrði forsætisráðherra. Loks skýrði stjórn Sádi-Arabíu frá því í gær að Egyptaland fái fimm milljarða dala, jafnvirði 640 milljarða króna, í fjárhagsaðstoð frá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×