Erlent

Sakar yfirvöld um vanhæfni

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Bin Laden gekk með kúrekahatt og skýldi sér þannig fyrir myndavélum gervihnatta.
Bin Laden gekk með kúrekahatt og skýldi sér þannig fyrir myndavélum gervihnatta.
Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, eru sökuð um vanhæfni í tengslum við leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011.

Pakistönsk rannsóknarnefnd hefur sent frá sér 336 blaðsíðna skýrslu um málið, sem arabíska fréttastofan Al Jazeera hefur birt.

Í skýrslunni koma fram margvíslegar upplýsingar um daglegt líf bin Ladens í Abottabad, þar sem hann leyndist síðustu árin. Meðal annars kemur fram að hann hafi iðulega gengið um með kúrekahatt þegar hann brá sér út í garð. Það hafi verið til þess að hann þekktist síður á ljósmyndum úr gervihnöttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×