Erlent

Vöruðu lögregluna við fyrir morðið

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í Varberg.
Lögregla á vettvangi í Varberg. Mynd/Aftonbladet
Vinir unga mannsins sem stakk tvo menn og eina konu í Varberg í Svíþjóð í gær vöruðu lögregluna við áður en hann gekk berserksgang og gáfu lýsingu á honum.

Í frétt á vef Aftonbladet segir að þeir hafi haft áhyggjur af vanlíðan hans. Árásarmaðurinn, sem er fæddur árið 1989, hafði þó látið til skarar skríða áður en lögreglan komst á vettvang.

Konan sem hann stakk með hnífi lést af sárum sínum en mennirnir tveir sem voru stungnir eru á sjúkrahúsi.

Hafin er rannsókn á atburðarásinni og einnig á skotum lögreglunnar gegn árásarmanninum sem lést.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×