Erlent

Mafíuforinginn Pannunzi framseldur frá Kólumbíu

Pannunzi var handtekinn í verslunarmiðstöð í Bogota á föstudaginn.
Pannunzi var handtekinn í verslunarmiðstöð í Bogota á föstudaginn.
Ítalska lögreglan hefur handtekið mafíuforingjann Roberto Pannunzi en hann var framseldur til heimalandsins frá Kólumbíu á laugardaginn.

Pannunzi var handtekinn í verslunarmiðstöð í Bogota á föstudaginn eftir sameiginlega aðgerð kólumbískra yfirvalda og bandarískra löggæsluyfirvalda.

Mafíuforinginn er sakaður um að standa að baki innflutningi á allt að tveimur tonnum af kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu í hverjum mánuði, en Pannunzi er foringi Ndrangheta-glæpagengisins.

„Þetta er stærsti kókaínframleiðandi í heimi,“ sagði yfirsaksóknarinn Nicola Gratteri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×