Erlent

Ástand heimsins í nokkrum myndum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Örtröð myndaðist á Saint Lazare-lestarstöðinni í París í verkfalli starfsmanna franska lestarfyrirtækisins SNCF í gær. Stéttarfélög andsnúin umbótaaðgerðum franskra stjórnvalda á lestarkerfinu, sem ákveðin voru í maílok, kölluðu eftir verkfallinu.
Örtröð myndaðist á Saint Lazare-lestarstöðinni í París í verkfalli starfsmanna franska lestarfyrirtækisins SNCF í gær. Stéttarfélög andsnúin umbótaaðgerðum franskra stjórnvalda á lestarkerfinu, sem ákveðin voru í maílok, kölluðu eftir verkfallinu. Nordicphotos/AFP
Búddamunkar í Búrma komu saman í klaustri í útjaðri Jangon í gær til að leita leiða til að bera klæði á vopn í skæðum trúardeilum sem staðið hafa í landinu síðan herforingjastjórnin lét af völdum fyrir tveimur árum. Dæmi eru um mannskæðar árásir munka á múslíma, en að þeim hafa árásirnar oftast beinst. Fremst á myndinni er Wirathu, búddamunkur frá Mandalei, sem vakið hefur athygli fyrir hatursfulla orðræðu um múslíma.Nordicphotos/AFP
Í Frakklandi trufar verkfall lestarstarfsmanna, Búddamunkar í Búrma reyna að hætta að ráðast á þá sem eru Islamstrúar og óeirðalögregla lemur enn á Mótmælendum í Tyrklandi.

Mótmælendur hrópa slagorð til stuðnings Edward Snowden, fyrrverandi njósnara Bandaríkjanna, í kröfugöngu við sendiráð Bandaríkjanna í Hong Kong í gær. Snowden hefur greint frá umfangsmiklum rafrænum persónunjósnum Bandaríkjanna víða um lönd, þar á meðal í Kína.Nordicphotos/AFP
Hermenn Suður-Kóreu sýna hæfni sína í bardagalistum við upphaf æfinga gegn hryðjuverkum í gær. Æfingarnar og sýningin eru hluti af undirbúningi undir fjórðu asísku bardagalista- og innanhússíþróttaleikana í Insjeon, vestur af Seúl, á næsta ári. Keppt er í bardagalistum, ballskák, dansi og fleiri innanhússgreinum.Nordicphotos/AFP
Ívo Jósipóvic, forseti Króatíu, og Ívan Gasparóvic, forseti Slóvakíu, kanna heiðursvörð við upphaf 18. fundar leiðtoga Mið-Evrópuríkja í Bratislava í Slóvakíu í gær.Nordicphotos/AFP
Kym Johnson, listdansari og sjónvarpskynnir, stillir sér upp við nýja auglýsingu dýraverndarsamtakanna PETA í Sidney í Ástralíu í gær. Á myndinni er hún sjálf án klæða með kanínu í fanginu. Auglýsingaherferðinni er ætlað að auka vitund neytenda og hvetja þá til að kaupa ekki vörur sem prófaðar hafa verið á dýrum.Nordicphotos/AFP
Óeirðalögreglumenn snúa aftur á varðstöðvar sínar eftir að hafa ráðist á mótmælendur með táragasi í Ankara í Tyrklandi í gær. Forsætisráðherra landsins hefur gefið því undir fótinn að endurskoða áætlanir um að byggja í almenningsgarði í Istanbúl, en mótmæli vegna hans voru kveikjan að enn frekari mótmælum um landið allt.Nordicphotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×