Erlent

Kjarnorkan er á hendi erkiklerks

Þorgils Jónsson skrifar
Alí Kamení erkiklerkur
Alí Kamení erkiklerkur

Úrslit forsetakosninganna í Íran mun ekki hafa nokkur áhrif á kjarnorkustefnu landsins.

Þetta sagði utanríkisráðhera Írans í gær, skömmu eftir að forsetaframbjóðendur höfðu tekist á um málaflokkinn í sjónvarpskappræðum.

Þó að forsetinn komi fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi fær hann litlu ráðið í stefnumótun þar sem Alí Kamení erkiklerkur fer með tögl og hagldir. Íran hefur deilt við Vesturveldin vegna kjarnorkuáætlunar sinnar síðustu ár. Margir óttast að þeir stefni að því að koma sér upp kjarnorkvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×