Erlent

Syndir frá Kúbu til Flórída

Þorgils Jónsson skrifar
Helstu hætturnar sem bíða Chloe McCardel á leiðinni frá Kúbu til Flórída eru hákarlar, marglyttur og sjálfur Golfstraumurinn.
Helstu hætturnar sem bíða Chloe McCardel á leiðinni frá Kúbu til Flórída eru hákarlar, marglyttur og sjálfur Golfstraumurinn. Fréttablaðið/AP

Ástralska sundkonan Chloe McCardel stakk sér til sunds í höfninni í Havana á Kúbu í gær og setti stefnuna á Flórída.

McCardel stefnir að því að verða fyrsta manneskjan til að synda þessa leið án þess að vera umkringd búri til varnar hákörlum. Leiðin er um 160 kílómetra löng og bjóst þessi 29 ára kjarnakona við því að verða um 60 klukkustundir á leiðinni.

Á meðan sundinu stendur má hún ekki halda í fylgdarbát sinn og ekki vera í heilbúningi. Ein kona hefur áður synt þessa leið en hún notaði búr til varnar hákörlum.

Tvær aðrar hafa reynt, en þurft frá að hverfa vegna marglyttubruna og sterkra strauma, en leiðin liggur í gegnum Golfstrauminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×