Erlent

Banna risavaxin drykkjarmál í New York

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Veitingastaðir í New York mega ekki lengur selja sæta drykki í risavöxnum glösum ef samþykkt verður ný reglugerð.
Veitingastaðir í New York mega ekki lengur selja sæta drykki í risavöxnum glösum ef samþykkt verður ný reglugerð.

Heilbrigðisyfirvöld í New York-ríki í Bandaríkjunum leggja til að sett verði stærðarhöft á drykkjarmáls sem innihalda sæta drykki. 

Thomas Farley, nefndarmaður í heilbrigðisnefnd borgarinnar, segir New York-borg verða að reyna að stemma stigu við vaxandi heilsuvandamáli. Í nýlegri rannsókn kemur fram að árið 2011 hafi 5.695 borgarbúar látið lífið af völdum sykursýki. Reglugerðin, sem tekur til veitingahúsa, hefur verið gagnrýnd harðlega.

Hún var tekin fyrir af ríkisdómstól New York-borgar á þriðjudag og mun brátt liggja fyrir hvort hún verði dæmd ógild eða leyft að standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×