Erlent

Svíar gefast upp fyrir ESB í munntóbaksmálinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Svíar vilja hafa eigin reglur um tóbakið.
Svíar vilja hafa eigin reglur um tóbakið.

Sænsk stjórnvöld hafa gefist upp á tilraunum til að fá Evrópusambandið, ESB, til að aflétta banni við sölu á munntóbaki í aðildarríkjunum.

Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að nú ætli stjórnvöld að reyna að fá að ákveða sjálf hvaða reglur eigi að gilda um um munntóbak í Svíþjóð. Haft er eftir ráðherranum Mariu Larsson að Svíum verði ekkert ágengt í útflutningi á munntóbaki.

Hún segir jafnframt að óvíst sé hvort Svíar fái að hafa eigin reglur um bragð af munntóbaki og innihald þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×