Erlent

Sonurinn var „tekinn af lífi“

þeb skrifar
Faðirinn sýndi fjölda mynda af líki sonar síns. Hann segir ómögulegt að sonurinn hafi tekið þátt í að skipuleggja ódæðin í Boston.
Faðirinn sýndi fjölda mynda af líki sonar síns. Hann segir ómögulegt að sonurinn hafi tekið þátt í að skipuleggja ódæðin í Boston. Nordicphotos/afp

Maður sem var drepinn í yfirheyrslu um tengsl sín við sprengjuárásirnar í Boston-maraþoninu var „tekinn af lífi“. Þetta sagði faðir mannsins við fjölmiðlamenn í Rússlandi í gær. Maðurinn sem var drepinn í síðustu viku hét Ibragim Todashev.

Þrír lögreglumenn yfirheyrðu hann á heimili hans vegna tengsla hans við Tamerlan Tsarnaev, annan sprengjumanninn. Lögreglumennirnir sögðu að maðurinn hefði ráðist á einn þeirra með hnífi og því hefðu þeir þurft að skjóta hann. Tveir þeirra sögðu þó síðar að þeir væru ekki vissir um hvað hefði átt sér stað. Faðir Todashev segir að sonur hans hafi verið óvopnaður. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×