Forsvarsmenn tæknirisans Google sátu undir harðri gagnrýni breska þingsins í gær vegna skattamála fyrirtækisins.
Fullyrt var að fyrirtækið spilaði með regluverk skattamála til að forðast greiðslur í sameiginlega sjóði Breta.
Fyrir breskri þingnefnd fullyrti aðstoðarforstjóri Google, Matt Brittin, að fyrirtækið færi að lögum í stóru sem smáu. Google er aðeins eitt þeirra stórfyrirtækja sem hafa legið undir ámæli vegna skattamála.
Í þeim hópi eru Amazon, Facebook og Starbucks. Google hefur undanfarin ár greitt 0,1% af tugmilljarða veltu í skatta í landinu, segir í frétt AP.
Argast í Google vegna skatta
