Við Garðar eigum eftir að skora slatta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Fyrir tíu árum Veigar Páll Gunnarsson var frábær með KR-liðinu þegar liðið varð Íslandsmeistari 2002 og 2003. Mynd/E.Ól. Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira