Við Garðar eigum eftir að skora slatta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Fyrir tíu árum Veigar Páll Gunnarsson var frábær með KR-liðinu þegar liðið varð Íslandsmeistari 2002 og 2003. Mynd/E.Ól. Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira