Erlent

Koma kjarnorkusprengju í flaug

Þorgils Jónsson skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Suður-Kóreu í gær. Þar ítrekaði hann yfirlýsingar um að Bandaríkin myndu verja sig og bandamenn sína yrði á þá ráðist.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Suður-Kóreu í gær. Þar ítrekaði hann yfirlýsingar um að Bandaríkin myndu verja sig og bandamenn sína yrði á þá ráðist. NordicPhotos/AFP
Sennilegt þykir að Norður-Kórea hafi yfir að ráða kjarnaoddum sem hægt er að skjóta með eldflaugum. Þetta er niðurstaða skýrslu sem var unnin fyrir bandarísk stjórnvöld og gengur þvert á það sem áður var haldið, að kjarnavopn Norður-Kóreu séu of stór til að hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum.

Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega, og ekkert hefur enn komið í ljós um hversu langt flaugarnar gætu dregið, en þær eru sennilega ekki mjög nákvæmar, ef þær eru tilbúnar á annað borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×