Málið er viðkvæmt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 07:30 Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er ekki hrifinn af boltanum. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira