Málið er viðkvæmt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 07:30 Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er ekki hrifinn af boltanum. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki