Lágmark að við fáum almennilegan bolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar „Við erum búnir að taka tvær æfingar með þessum bolta og þetta er bara eitthvað djók," segir Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, en hann er ekki par sáttur við boltann sem notaður verður í Pepsi-deildinni í sumar. Boltinn er frá Adidas og leysir Nike-bolta af hólmi sem hefur verið notaður síðustu tvö ár. „Það er mjög skrítið að þessi bolti hafi verið valinn þar sem það er hægt að fá betri bolta á svipuðu verði. Þessi bolti er bara lélegt rusl. Nike-boltinn í fyrra var mun skárri. Við nennum ekki að spila með þessum bolta. Ef gæðin eiga að verða betri í deildinni þá er lágmark að við fáum almennilegan bolta." Það eru samtök félaga í efstu deild, Íslenskur toppfótbolti, sem tekur ákvörðun um hvaða bolta skal nota hverju sinni. „Þessi bolti hefur verið í gangi í einhvern tíma. Þessi bolti er í næsthæsta gæðaflokki hjá Adidas rétt eins og Nike-boltinn sem var notaður. Íslensk félög eru því miður ekki nógu fjáð til þess að fara í dýrustu boltana," segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður Íslensks toppfótbolta og knattspyrnudeildar FH. „Við erum kannski ekki nógu vísindalegir í okkar vali en við erum að prófa okkur áfram. Adidas er samt gott merki og ég efast um að fyrirtækið láti frá sér bolta í næsthæsta gæðaflokki sem ekkert er varið í." Samtökin leita eftir tilboðum frá boltaframleiðendum áður en ákvörðun er tekin. Liðin vilja æfa með sama bolta og spilað er með. Þess vegna er ekki óalgengt að þau kaupi 30-50 bolta. „Þá skiptir máli hvort boltinn kostar 5-6.000 eða 11-12.000 kr. Það munar um það. Við erum að reyna að velja meiri gæði. Það er líka oft trúarbragðaskoðun hvort menn vilja Adidas eða Nike. Svo man ég að einhverjir voru líka ósáttir þegar við ákváðum að nota Nike-boltann. Þannig er þetta bara." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Við erum búnir að taka tvær æfingar með þessum bolta og þetta er bara eitthvað djók," segir Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, en hann er ekki par sáttur við boltann sem notaður verður í Pepsi-deildinni í sumar. Boltinn er frá Adidas og leysir Nike-bolta af hólmi sem hefur verið notaður síðustu tvö ár. „Það er mjög skrítið að þessi bolti hafi verið valinn þar sem það er hægt að fá betri bolta á svipuðu verði. Þessi bolti er bara lélegt rusl. Nike-boltinn í fyrra var mun skárri. Við nennum ekki að spila með þessum bolta. Ef gæðin eiga að verða betri í deildinni þá er lágmark að við fáum almennilegan bolta." Það eru samtök félaga í efstu deild, Íslenskur toppfótbolti, sem tekur ákvörðun um hvaða bolta skal nota hverju sinni. „Þessi bolti hefur verið í gangi í einhvern tíma. Þessi bolti er í næsthæsta gæðaflokki hjá Adidas rétt eins og Nike-boltinn sem var notaður. Íslensk félög eru því miður ekki nógu fjáð til þess að fara í dýrustu boltana," segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður Íslensks toppfótbolta og knattspyrnudeildar FH. „Við erum kannski ekki nógu vísindalegir í okkar vali en við erum að prófa okkur áfram. Adidas er samt gott merki og ég efast um að fyrirtækið láti frá sér bolta í næsthæsta gæðaflokki sem ekkert er varið í." Samtökin leita eftir tilboðum frá boltaframleiðendum áður en ákvörðun er tekin. Liðin vilja æfa með sama bolta og spilað er með. Þess vegna er ekki óalgengt að þau kaupi 30-50 bolta. „Þá skiptir máli hvort boltinn kostar 5-6.000 eða 11-12.000 kr. Það munar um það. Við erum að reyna að velja meiri gæði. Það er líka oft trúarbragðaskoðun hvort menn vilja Adidas eða Nike. Svo man ég að einhverjir voru líka ósáttir þegar við ákváðum að nota Nike-boltann. Þannig er þetta bara."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki