Hljóp fjögur maraþon og safnaði fyrir iPad Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. mars 2013 06:00 Ólst upp í fátækt en vinnur nú að því að efla skólastarf í allra fátækustu hverfum Indlands. Fréttablaðið/Vilhelm „Ef maður er kennari af lífi og sál þá getur maður notað hvað sem er og unnið í hvaða aðstæðum sem er til að vekja áhuga barnanna og hvetja þau til náms,“ segir Srini Swaminathan, ungur Indverji sem vinnur að því að efla skólastarf í allra fátækustu hverfum Indlands. Hann flutti erindi á ráðstefnu Samtaka sjálfstæðra skóla í gær. Sjálfur ólst hann upp í mikilli fátækt í einu úthverfa stórborgarinnar Chennai. Hann missti föður sinn tólf ára gamall. Móður hans tókst með herkjum að framfleyta fjölskyldunni með því að vinna ýmis láglaunastörf. Hann gekk í skóla í hverfinu, þar sem metnaður kennara var ekki mikill. „Þegar ég byrjaði að kenna vildi ég ekki verða eins og kennararnir, sem kenndu mér. Þetta var bara vinnan þeirra. Þeir mættu óundirbúnir, tóku upp bók og byrjuðu að skrifa á töfluna. Ég var hins vegar svo heppinn að mér tókst samt að læra og komast áfram,“ sem lauk námi í rafmagnsverkfræði og fékk vinnu hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Helgaði sig skólamálum „Ég fékk að ferðast um allt og smám saman breyttist líf mitt. Það kom stöðugleiki inn í líf mitt sem áður hafði verið berskjaldað og varnarlaust. Þá fór ég að huga að menntun barnanna okkar, sem skiptir svo miklu máli.“ Hann gekk til liðs við samtökin Teach for India, sem senda unga menntamenn út í fátækustu hverfi landsins til að stunda þar kennslu. Samtökin eru óháð stjórnvöldum, rekin fyrir gjafaframlög frá alþjóðastofnunum, einstaklingum og öðrum indverskum samtökum. „Ég fór að kenna í Mumbai, sem áður hét Bombay. Börnin í hverfinu eiga fátæka foreldra sem vinna erfið störf. Ég vildi umfram allt reyna að vekja áhuga nemendanna. Hrífa þá með. Og af því að ég er tækjakarl fannst mér sniðugt að nota tæki eins og iPad. Börnunum finnst þetta spennandi og ég hef líka gaman að þessu, þannig að þetta lífgar upp á andrúmsloftið í skólastofunni.“ Srini lagði töluvert á sig til að geta útvegað iPad í skólann. Hann stofnaði vefsíðu og hljóp fjögur maraþonhlaup ti að safna áheitum til að geta keypt tækið. Svo tengdi hann rafmagn inn í skólann með snúru frá nálægum rafmagnsstaur. Eftir það gat hann hafist handa og sýnt börnunum kraftaverkin. Hann notaði einnig Wii-leikjatölvu, meðal annars til að hjálpa börnunum að læra einfaldan reikning.Helmingur hættir námi „Á Indlandi er það þannig að meira en 96 prósent barna eru skráð í skóla en nærri helmingur hættir námi fyrir fjórtán ára aldur. Níutíu prósent munu aldrei fara í háskóla. Þetta veldur mér ekki bara áhyggjum heldur reiði. Sem ungur Indverji er ég kappsfullur um að koma á breytingum í landinu, og mér finnst áhugavert að meira en helmingur Indverja er yngri en 35 ára. Þetta er fólk sem getur komið að liði víðs vegar um heim, ef við veitum því góða menntun. Indverjar geta gert heiminn betri. En þegar öll þessi börn sem hætta í skóla verða tvítug fara þau að leita sér að vinnu, og hvar eiga þau að finna vinnu með enga menntun? Þau munu fyllast reiði, og viljum við vera með milljónir ungra Indverja fulla af reiði úti um allt land? Það er hætt við því að þeir leiðist út í glæpi eða þurfi að takast á við alls kyns félagsleg vandamál. Þetta er einfaldlega ekki gott fyrir Indland og þetta er ekki gott fyrir heiminn.“ Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira
„Ef maður er kennari af lífi og sál þá getur maður notað hvað sem er og unnið í hvaða aðstæðum sem er til að vekja áhuga barnanna og hvetja þau til náms,“ segir Srini Swaminathan, ungur Indverji sem vinnur að því að efla skólastarf í allra fátækustu hverfum Indlands. Hann flutti erindi á ráðstefnu Samtaka sjálfstæðra skóla í gær. Sjálfur ólst hann upp í mikilli fátækt í einu úthverfa stórborgarinnar Chennai. Hann missti föður sinn tólf ára gamall. Móður hans tókst með herkjum að framfleyta fjölskyldunni með því að vinna ýmis láglaunastörf. Hann gekk í skóla í hverfinu, þar sem metnaður kennara var ekki mikill. „Þegar ég byrjaði að kenna vildi ég ekki verða eins og kennararnir, sem kenndu mér. Þetta var bara vinnan þeirra. Þeir mættu óundirbúnir, tóku upp bók og byrjuðu að skrifa á töfluna. Ég var hins vegar svo heppinn að mér tókst samt að læra og komast áfram,“ sem lauk námi í rafmagnsverkfræði og fékk vinnu hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Helgaði sig skólamálum „Ég fékk að ferðast um allt og smám saman breyttist líf mitt. Það kom stöðugleiki inn í líf mitt sem áður hafði verið berskjaldað og varnarlaust. Þá fór ég að huga að menntun barnanna okkar, sem skiptir svo miklu máli.“ Hann gekk til liðs við samtökin Teach for India, sem senda unga menntamenn út í fátækustu hverfi landsins til að stunda þar kennslu. Samtökin eru óháð stjórnvöldum, rekin fyrir gjafaframlög frá alþjóðastofnunum, einstaklingum og öðrum indverskum samtökum. „Ég fór að kenna í Mumbai, sem áður hét Bombay. Börnin í hverfinu eiga fátæka foreldra sem vinna erfið störf. Ég vildi umfram allt reyna að vekja áhuga nemendanna. Hrífa þá með. Og af því að ég er tækjakarl fannst mér sniðugt að nota tæki eins og iPad. Börnunum finnst þetta spennandi og ég hef líka gaman að þessu, þannig að þetta lífgar upp á andrúmsloftið í skólastofunni.“ Srini lagði töluvert á sig til að geta útvegað iPad í skólann. Hann stofnaði vefsíðu og hljóp fjögur maraþonhlaup ti að safna áheitum til að geta keypt tækið. Svo tengdi hann rafmagn inn í skólann með snúru frá nálægum rafmagnsstaur. Eftir það gat hann hafist handa og sýnt börnunum kraftaverkin. Hann notaði einnig Wii-leikjatölvu, meðal annars til að hjálpa börnunum að læra einfaldan reikning.Helmingur hættir námi „Á Indlandi er það þannig að meira en 96 prósent barna eru skráð í skóla en nærri helmingur hættir námi fyrir fjórtán ára aldur. Níutíu prósent munu aldrei fara í háskóla. Þetta veldur mér ekki bara áhyggjum heldur reiði. Sem ungur Indverji er ég kappsfullur um að koma á breytingum í landinu, og mér finnst áhugavert að meira en helmingur Indverja er yngri en 35 ára. Þetta er fólk sem getur komið að liði víðs vegar um heim, ef við veitum því góða menntun. Indverjar geta gert heiminn betri. En þegar öll þessi börn sem hætta í skóla verða tvítug fara þau að leita sér að vinnu, og hvar eiga þau að finna vinnu með enga menntun? Þau munu fyllast reiði, og viljum við vera með milljónir ungra Indverja fulla af reiði úti um allt land? Það er hætt við því að þeir leiðist út í glæpi eða þurfi að takast á við alls kyns félagsleg vandamál. Þetta er einfaldlega ekki gott fyrir Indland og þetta er ekki gott fyrir heiminn.“
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira