Erlent

Var ekin niður af læknabíl

ÞJ skrifar
Tvítug kona slasaðist á nýársmorgni eftir að hún gekk í veg fyrir læknabíl.
Tvítug kona slasaðist á nýársmorgni eftir að hún gekk í veg fyrir læknabíl.
Tvítug kona slasaðist nokkuð í Kaupmannahöfn á nýársmorgni eftir að hafa orðið fyrir læknabíl við Ráðhústorgið.

Í frétt Politiken segir að læknabíllinn hafi fylgt sjúkrabíl á leið til að sinna fórnarlambi hnífsstungu. Konan hafi stigið út á götuna milli bílanna með fyrrgreindum afleiðingum.

Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna beinbrota en var ekki talin í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×