Erlent

Með forræðið þrátt fyrir morð

Mæður 179 barna í svíþjóð hafa verið myrtar frá Árinu 2000.
Mæður 179 barna í svíþjóð hafa verið myrtar frá Árinu 2000.
Alls hafa mæður 179 barna í Svíþjóð verið myrtar frá því árið 2000. Feður 126 þessara barna hafa verið þeir sem myrtu mæðurnar. Þetta er niðurstaða úttektar sænska blaðsins Aftonbladet á morðum og drápum á konum. Sérstök rannsókn á aðstæðum 54 barna leiddi í ljós að í fjórum tilfellum af hverjum 10 eru feðurnir enn með forræði yfir börnunum. Í mörgum tilfellum geta feður sem banað hafa mæðrum barna sinna stýrt lífi barnanna frá fangelsinu og meðal annars gert athugasemdir við val á fósturheimili eða lyfjameðferð vegna veikinda barnanna. Feður geta einnig neitað að skrifa undir umsókn um vegabréf.

Í einu tilfellanna neyddist drengur sem varð vitni að morðinu á móður sinni til að gista hjá föður sínum í fangelsinu í mörg ár. Það var ekki fyrr en nýr starfsmaður hins opinbera fékk mál drengsins í sínar hendur sem heimsóknirnar voru lagðar af. Í ljós kom að drengurinn hafði verið logandi hræddur við föður sinn. Börnin sjálf eru ekki alltaf spurð að því hvað þau vilja og hverjar þarfir þeirra eru. Rannsókn Aftonbladet leiddi í ljós að mörgum þeirra finnst þau vera svikin og yfirgefin.

Af þessum 126 börnum voru 63 heima þegar feðurnir myrtu mæðurnar, 33 sáu þegar mæðurnar voru myrtar og að minnsta kosti sjö komu að mæðrum sínum látnum. Í raun misstu börnin báða foreldra sína því að feðurnir voru fangelsaðir eða frömdu sjálfsmorð.

Að minnsta kosti 201 kona í Svíþjóð hefur verið myrt af sambýlismanni eða fyrrverandi sambýlismanni frá árinu 2000. Alls hafa 179 börn í Svíþjóð misst móður sína vegna þessa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×