Erlent

Boða til sáttafundar um Kaesong

Þorgils Jónsson skrifar
Kaesong iðnaðarsvæðinu var lokað í illdeilum Kóreuríkjanna í vor. Suður-Kóreumenn hafa nú tekið tilboði Norðanmanna um að hefja þar starfsemi á ný.
Kaesong iðnaðarsvæðinu var lokað í illdeilum Kóreuríkjanna í vor. Suður-Kóreumenn hafa nú tekið tilboði Norðanmanna um að hefja þar starfsemi á ný. Mynd/AP

Stjórnvöld í Norður- og Suður Kóreu hafa ákveðið að hefja viðræður um að opna á ný Kaesong iðnaðarsvæðið, rétt norðan við landamæri ríkjanna.

Í um áratug var Kaesong einn stærsti þátturinn í takmörkuðu samstarfi ríkjanna tveggja, þar sem Norður-Kóreskt vinnuafl var nýtt í starfsemi um 120 fyrirtækja frá suðurhlutanum.

Stjórnvöld í Pjongjang lokuðu hins vegar fyrir umferð um landamærin í vor eftir að samskipti grannríkjanna versnuðu hratt. Norður-Kórea hótaði meðal annars kjarnorkuárás á Suður-Kóreu og Bandaríkin.

Nú virðist hafa hægt um og í yfirlýsingu frá Pjongjang í morgun er ekki aðeins minnst á viðræður um Kaesong, heldur einnig önnur samvinnuverkefni, svo sem skipulagðar ferðir milli ríkjanna og tækifæri fyrir til að endurnýja tengsl milli fjölskyldu og ættmenna sem landamærin hafa hingað til klofið.

Þegar af verður mun það verða í fyrsta sinn sem fulltrúar ríkjanna hittast frá því að Park Geun-hye settist í stól forsætisráðherra. Í kosningabaráttunni talaði hún fyrir endurnýjuðu trausti í samskiptum frændríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×