Áfangasigur fyrir Assad 6. júní 2013 07:00 Liðsmenn Assads lögðu undir sig landamæraborgina Qusair í fyrrinótt, eftir þriggja vikna hörð átök. Margir merkja með þessu nokkur kaflaskil í borgarastríðinu þar sem staða Assads er mun sterkari en uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent