Áfangasigur fyrir Assad 6. júní 2013 07:00 Liðsmenn Assads lögðu undir sig landamæraborgina Qusair í fyrrinótt, eftir þriggja vikna hörð átök. Margir merkja með þessu nokkur kaflaskil í borgarastríðinu þar sem staða Assads er mun sterkari en uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira