Umræðan um ESB tekið talsverðum breytingum Helga Árnadóttir skrifar 19. maí 2013 19:22 Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira