Fjármagn tryggt til túlkaþjónustu Hrund Þórsdóttir skrifar 10. október 2013 18:30 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira