Kókdrykkja tengd dauðsfalli þrítugrar konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 15:52 Nordicphotos/AFP Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira