Kókdrykkja tengd dauðsfalli þrítugrar konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 15:52 Nordicphotos/AFP Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira