Kókdrykkja tengd dauðsfalli þrítugrar konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 15:52 Nordicphotos/AFP Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira