Erlent

Hörð átök eftir að Erdogan hafnaði því að kosningum yrði flýtt

Mótmæli í Tyrklandi.
Mótmæli í Tyrklandi.

Mótmælendum og lögreglu lenti aftur saman í Tyrklandi í gærkvöldi. Fimm þúsund mótmæltu á Kizilay-torgi í höfuðborg landsins, Ankara.

Einnig voru fjölmenn mótmæli í stærstu borg landsins, Istanbul. Lögreglumenn beittu meðal annars táragasi í átökum sínum við mótmælendur í Ankara.

Mótmælendur flykktust út á götur eftir að Tayyip Erdogan hafnaði alfarið kröfu mótmælenda um að kosningum yrði flýtt en næstu kosningar eru 2015. Viðbrögð Erdogans voru hörð, hann sagði mótmælendur ekki ákveða hvenær kosningar yrðu í landinu.

Hundruð eru sagðir hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælanda, þá eru fjórir látnir, þar á meðal lögreglumaður.

Þá vakti einnig athygli að stuðningsmenn þriggja stærstu fótboltaliðanna í Istanbul, liðanna Fenerbahce, Galatasaray og Besiktas, lögðu ágreining sinn til hliðar og gengu fylktu liði um götur borgarinnar til þess að mótmæla aukinni trúarvæðingu samfélagsins og fasisma.

Fjórir, Þar á meðal einn lögreglumaður, eru sagðir hafa látist í mótmælunum sem hófust 31. maí síðastliðinn. Þá hafa hundruð slasast í átökum við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×