Hrakfarir Söndru hræða ekki Soffíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 06:00 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Mynd/Daníel Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira