BÍ/Bolungarvík vann 2-1 heimasigur á KF í lokaleik 6. umferðar 1. deildar karla í dag.
Alexander Veigar Þórarinsson kom heimamönnum yfir strax á níundu mínútu. Áhorfendur á Torfnesvelli fögnuðu tuttugu mínútum síðar þegar Gunnar Már Elíasson skoraði.
Miðvörðurinn Milos Glogovac minnkaði muninn fyrir gestina í viðbótartíma en nær komust þeir ekki.
Djúpmenn hafa 15 stig eftir sex umferðir líkt og Grindvíkingar sem hafa betri markatölu í toppsæti deildarinnar. KF er í 8. sæti með sex stig.
Djúpmenn elta Grindvíkinga
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

