Færði gjörgæslu LSH tæki í þakklætisskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2013 07:00 Starfsfólk gjörgæsludeildarinnar ásamt Margréti, sem stendur við hlið föður síns. Þykir það læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira