Færði gjörgæslu LSH tæki í þakklætisskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2013 07:00 Starfsfólk gjörgæsludeildarinnar ásamt Margréti, sem stendur við hlið föður síns. Þykir það læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira