Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2013 14:15 Aaron Ramsey og Mesut Özil fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í Þýskalandi á dögunum. Nordicphotos/Getty Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira