Erlent

Heimsfaraldur ekki í nánd

Ekki er talin hætta á að heimsfaraldur brjótist út þrátt fyrir að fuglaflensan H7N9 hafi dregið sex manns til dauða í Kína síðustu vikur. Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir að veiran berist ekki á milli manna.

Öll tilvikin í Kína hafa komið upp í austurhluta Kína og hefur hænsnabúum verið lokað á stóru svæði, að því kemur fram á vef Reauters.

Á fjórða hundrað manns hafa látist úr H5N1 fuglaflensunni frá því fyrsta tilvikið kom upp ár ið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×