Málið er viðkvæmt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 07:30 Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er ekki hrifinn af boltanum. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira