Erlent

Súdansforseti flúinn heim frá Nígeríu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Omar al Bashir, forseti Súdans, á leiðtogafundi í Nígeríu í gær.
Omar al Bashir, forseti Súdans, á leiðtogafundi í Nígeríu í gær. Mynd/AP
Omar al Bashir, forseti Súdans, er flúinn aftur heim frá Nígeríu, þar sem hann hugðist sitja leiðtogafund Afríkubandalagsins um heilbrigðismál.

Al Bashir er eftirlýstur af Alþjóðasakadómstólnum fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi vegna átakanna í Darfúr-héraði.

Mannréttindasamtök leituðu til dómstóla í Nígeríu í gær til að þrýsta á að þarlend stjórnvöld handtækju al Bashir og framseldu til Hollands, þar sem dómstóllinn er til húsa.

Þá skoruðu mannréttindasamtök á Alþjóðasakadómstólinn að leita til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Nígeríustjórnar um að leyfa heimsókn al Bashirs til landsins.

Reuben Abati, talsmaður Nígeríuforseta, sagði hins vegar að stjórn landsins hafi aldrei boðið al Bashir sérstaklega til Nígeríu á leiðtogafundinn. Hann hafi bara mætt eins og aðrir leiðtogar Afríkuríkja.

Árið 2006 framseldi Nígería annan eftirlýstan stríðsglæpamann, Charles Taylor, fyrrverandi Líberíuforseta, til Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Taylor hlaut fimmtíu ára fangelsisdóm síðastliðið vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×