Túlkaþjónusta heyrnarlausra: Aðeins tímabundin lausn Hrund Þórsdóttir skrifar 11. október 2013 18:30 Sex milljónir króna sem ríkisstjórnin hefur sett í að tryggja túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi, leysa vandann aðeins til skamms tíma. Menntamálaráðherra segir framundan að skoða hvernig þjónustunni verði best fyrir komið í framtíðinni. Eins og Stöð 2 greindi frá í gær hefur ríkisstjórnin samþykkt að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár um sex milljónir, til að tryggja túlkaþjónustu við ýmsar athafnir daglegs lífs. Fjármunir sem ætlaðir voru til þessa á árinu kláruðust í byrjun september. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra, en þá fengust þau svör að ekki væri hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Hvað breyttist? „Í sjálfu sér breyttist ekki neitt. Það var bara staðan að þetta fjármagn var uppurið en það hafði klárast vegna þess að það hafði verið ákveðið að hækka taxtana fyrir túlkaþjónustuna um næstum því helming án þess að það fylgdi fjármagn þeirri ákvörðun. Það voru mistök að mínu mati,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Upphæðin kemur inn á fjáraukalögum fyrir þetta ár. „Auðvitað er ekki um stórar fjárhæðir að ræða, sem hafa markandi áhrif á stöðu ríkissjóðs, en það er þó svo að samanlagt mynda margar tölur eina stóra,“ segir Illugi. Vandinn hefur aðeins verið leystur til skamms tíma en nefndarvinna er hafin til að meta þjónustuna heildstætt. „Við erum búin að bregðast við þessum vanda sem kom upp núna, framundan er þá að horfa á framtíðina, hvernig þessari þjónustu verður best fyrir komið,“ segir hann. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir að nú verði heyrnarlausir aftur fullvirkir þátttakendur í samfélaginu. „Við getum tekið þátt í lífi barnanna okkar, við getum sinnt okkar skyldum, mætt á fundi, greitt skuldir og tekið þátt í ýmsu í þjóðfélaginu,“ segir hún. Heiðdís segir mikilvægt að finna framtíðarlausn, ekki síst hvað varðar túlkun vegna atvinnuþátttöku og símatúlkun. „Þetta er búið að vera erfiður tími. Margir hafa misst af mjög miklu undanfarið.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Sex milljónir króna sem ríkisstjórnin hefur sett í að tryggja túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi, leysa vandann aðeins til skamms tíma. Menntamálaráðherra segir framundan að skoða hvernig þjónustunni verði best fyrir komið í framtíðinni. Eins og Stöð 2 greindi frá í gær hefur ríkisstjórnin samþykkt að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár um sex milljónir, til að tryggja túlkaþjónustu við ýmsar athafnir daglegs lífs. Fjármunir sem ætlaðir voru til þessa á árinu kláruðust í byrjun september. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra, en þá fengust þau svör að ekki væri hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Hvað breyttist? „Í sjálfu sér breyttist ekki neitt. Það var bara staðan að þetta fjármagn var uppurið en það hafði klárast vegna þess að það hafði verið ákveðið að hækka taxtana fyrir túlkaþjónustuna um næstum því helming án þess að það fylgdi fjármagn þeirri ákvörðun. Það voru mistök að mínu mati,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Upphæðin kemur inn á fjáraukalögum fyrir þetta ár. „Auðvitað er ekki um stórar fjárhæðir að ræða, sem hafa markandi áhrif á stöðu ríkissjóðs, en það er þó svo að samanlagt mynda margar tölur eina stóra,“ segir Illugi. Vandinn hefur aðeins verið leystur til skamms tíma en nefndarvinna er hafin til að meta þjónustuna heildstætt. „Við erum búin að bregðast við þessum vanda sem kom upp núna, framundan er þá að horfa á framtíðina, hvernig þessari þjónustu verður best fyrir komið,“ segir hann. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir að nú verði heyrnarlausir aftur fullvirkir þátttakendur í samfélaginu. „Við getum tekið þátt í lífi barnanna okkar, við getum sinnt okkar skyldum, mætt á fundi, greitt skuldir og tekið þátt í ýmsu í þjóðfélaginu,“ segir hún. Heiðdís segir mikilvægt að finna framtíðarlausn, ekki síst hvað varðar túlkun vegna atvinnuþátttöku og símatúlkun. „Þetta er búið að vera erfiður tími. Margir hafa misst af mjög miklu undanfarið.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira