Gylfi: Við vorum miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 21:58 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira