Erlent

Fangar notuðu þyrlu til að flýja úr fangelsi í Kanada

Tveir fangar sluppu úr fangelsi nálægt Montreal í Kanada um helgina á dramatískan hátt.

Þyrlu var flogið yfir fangelsisgarðinn og reipi látið síga niður úr henni. Fangarir klifruðu upp reipið um leið og þyrlan flaug með þá á brott.

Þetta gerðist eftir hádegið í gærdag en lögreglan fann annan fangana síðdegis eftir mikla leit. Lögreglan hefur þar að auki umkringt svæði þar sem hinn fanginn er talin halda sig.

Búið er að handtaka þyrluflugmanninn og verið er að yfirheyra hann. Þyrlunni hafði verið rænt skömmu fyrir flóttann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×