Erlent

Hafa staðfest skipun Xi Jinping sem forseta Kína

Leiðtogar Kína hafa staðfest skipun Xi Jinping sem næsta forseta landsins.

Jinping var tilefndur sem forseti í nóvember s.l. en hann tekur við stöðunni af Hu Jintao. Skipun Jinping var samþykkt með 2.952 atkvæðum gegn einu á Þingi alþýðunnar í gærdag en þrír sátu hjá.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að skipun Li Keqiang í embætti forsætisráðherra Kína verði staðfest á morgun, föstudag en hann tekur við af Wen Jiabao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×