Erlent

Khamení heldur ekki með neinum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Ali Akbar Velayati er í framboði. Hann hefur verið ráðgjafi Khamení æðstaklerks.
Ali Akbar Velayati er í framboði. Hann hefur verið ráðgjafi Khamení æðstaklerks.

Khamení æðstiklerkur í Íran segist ekki styðja neinn forsetaframbjóðanda fram yfir annan í komandi kosningum. Ljóst er að valdaskipti verða í landinu eftir kosningarnar því Mahmoud Ahmadinejad sækist ekki eftir endurkjöri.

Khamení sagðist í sérstakri sjónvarpsútsendingu í Íran ekki hygla neinum sérstökum frambjóðanda í kosningunum 14. júní. Allir þeir sem fá að bjóða fram eru hliðhollir æðstaklerknum því hinir, miðjumenn og umbótasinnar, voru dæmdir óhæfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×