Erlent

Hafa áhyggjur af ástandinu

Margir hafa fallið í dag í bardögum Sýrlenskra uppreisnarmanna og liðsmanna Hezbollah samtakanna í Líbanon.

Það sem nú vekur athygli að átökin hafa geisað í Líbanon en ekki innan Sýrlensku landamæranna að því er fram kemur í breska ríkisútvarpinu. Hezbollah samtökin hafa undanfarið barist með stjórnarhernum í Sýrlandi og meðal annars setið um bæinn Quisar sem er rétt við landamærin.

Talsmenn Rauða krossins hafa miklar áhyggjur af ástandinu þar og hafa biðlað til stjórnarinnar um að fá aðgang að bænum með hjálpargögn.

Þúsundir óbreyttra borgara hafast nú við í bænum og eru mitt á milli stríðandi fylkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×