Erfiðustu ár Alfreðs 16 til 18 ára - Blikar hættir að velja besta fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2013 14:00 Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira