Erfiðustu ár Alfreðs 16 til 18 ára - Blikar hættir að velja besta fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2013 14:00 Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn