Hótel nýs hótelrisa að rísa við Hellu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Svona mun hótelið líta út Hægt verður að gista í svefnpokaplássi, herbergi, parhúsi eða svítu. mynd/stracta Framkvæmdir eru hafnar við hundrað og þrjátíu herbergja hótel við útjaðar Hellu. Verða engar vöflur hafðar á því Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta konstruktion ehf, og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, skrifuðu undir lóðarsamning í síðustu viku og hótelið á að verða tilbúið fyrir fyrstu gesti í síðasta lagi 1. maí á næsta ári. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur,“ segir Drífa. „Bæði fær sveitarfélagið náttúrulega fastaeignagjöld af þessu en svo er þetta mikilvægt fyrir atvinnulífið, það munu að minnsta kosti þrjátíu manns starfa við hótelið.“ Byggðarþróun hefur frekar verið Hellu jákvæð en þar bjuggu innan við sex hundruð manns um síðustu aldamót. Nú eru íbúarnir nálægt því að vera átta hundruð.Hreiðar Hermannsson.Lóðin er 15.000 fermetrar enda er ekki um eina byggingu að ræða heldur nokkrar húsaraðir, tvö einbýlishús og svo trónir stórt hús með veislusal og fleiru í miðið. Utan um allt er síðan mikill garður þar sem gestir eiga að hafa ýmislega við að vera. Þar verða útivistarsvæði þar sem meðal annars verður hægt að grilla og eins verða þar leiksvæði fyrir börn og heitir pottar. „Við viljum halda í gestina svo þeir séu ekki bara að gista í eina nótt og síðan farnir út í bíl og af stað. Þannig að fólk á að geta kynnst öðrum gestum,“ segir Hreiðar. Áform Stracta ná hins vegar langt út fyrir Rangárþing ytra en stefnt er að því að reisa alls tíu hótel víða um land. Auk hótelsins á Hellu munu álíka hótel í eigu Stracta verða opnuð bæði á Húsavík og á Orrustustöðum, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur, á næsta ári. Svo stendur til að reisa svipuð hótel í Hornafirði, á Egilsstöðum, Sauðárkróki, Hólmavík, Stykkishólmi, einhvers staðar í Árnessýslu og svo í Vestmanneyjum, heimaslóðum Hreiðars. Hann segir góðar horfur í þessum málum. „En auðvitað geta orðið einhverjar tafir í skipulagsmálunum sem hafa áhrif á þetta en stefnan er þessi.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við hundrað og þrjátíu herbergja hótel við útjaðar Hellu. Verða engar vöflur hafðar á því Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta konstruktion ehf, og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, skrifuðu undir lóðarsamning í síðustu viku og hótelið á að verða tilbúið fyrir fyrstu gesti í síðasta lagi 1. maí á næsta ári. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur,“ segir Drífa. „Bæði fær sveitarfélagið náttúrulega fastaeignagjöld af þessu en svo er þetta mikilvægt fyrir atvinnulífið, það munu að minnsta kosti þrjátíu manns starfa við hótelið.“ Byggðarþróun hefur frekar verið Hellu jákvæð en þar bjuggu innan við sex hundruð manns um síðustu aldamót. Nú eru íbúarnir nálægt því að vera átta hundruð.Hreiðar Hermannsson.Lóðin er 15.000 fermetrar enda er ekki um eina byggingu að ræða heldur nokkrar húsaraðir, tvö einbýlishús og svo trónir stórt hús með veislusal og fleiru í miðið. Utan um allt er síðan mikill garður þar sem gestir eiga að hafa ýmislega við að vera. Þar verða útivistarsvæði þar sem meðal annars verður hægt að grilla og eins verða þar leiksvæði fyrir börn og heitir pottar. „Við viljum halda í gestina svo þeir séu ekki bara að gista í eina nótt og síðan farnir út í bíl og af stað. Þannig að fólk á að geta kynnst öðrum gestum,“ segir Hreiðar. Áform Stracta ná hins vegar langt út fyrir Rangárþing ytra en stefnt er að því að reisa alls tíu hótel víða um land. Auk hótelsins á Hellu munu álíka hótel í eigu Stracta verða opnuð bæði á Húsavík og á Orrustustöðum, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur, á næsta ári. Svo stendur til að reisa svipuð hótel í Hornafirði, á Egilsstöðum, Sauðárkróki, Hólmavík, Stykkishólmi, einhvers staðar í Árnessýslu og svo í Vestmanneyjum, heimaslóðum Hreiðars. Hann segir góðar horfur í þessum málum. „En auðvitað geta orðið einhverjar tafir í skipulagsmálunum sem hafa áhrif á þetta en stefnan er þessi.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira