Erlent

Þrír biðu bana í skotárás í Sviss

Þrír biðu bana og tveir særðust þegar maður vopnaður hríðskotabyssu hóf skothríð í þorpinu Daillon í suðurhluta Sviss í gærkvöldi.

Þegar lögreglan var kölluð til ógnaði maðurinn henni og til skotbardaga kom milli hans og lögreglumannanna sem endaði með því að maðurinn varð fyrir skotsári frá lögreglunni sem handtók hann í framhaldinu.

Að sögn lögreglunnar var maðurinn töluvert ölvaður en ekki er vitað nánar um tildrög þess að hann hóf skothríðina.

Skotárásir eru afarsjaldgæfar í Sviss en byssueign er almenn þar í landi og skotfimi er vinsæl íþrótt meðal Svisslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×