Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ Valur Grettisson skrifar 13. júní 2013 16:28 María Birta Bjarnadóttir lenti í svæsnum nethrekk. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
„Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira