Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ Valur Grettisson skrifar 13. júní 2013 16:28 María Birta Bjarnadóttir lenti í svæsnum nethrekk. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira