Erlent

Vilja láta reka lögreglustjóra

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/AFP

Mótmælendur í Tyrklandi hafa farið fram á að lögreglustjórar í Istanbul, Ankara og fleiri borgum landsins vegna ofbeldisfullrar framgöngu lögreglumanna í mótmælunum.

Þessum kröfum var komið á framfæri við varaforsætisráðherrann, Bulent Arinc, en hann bað særða mótmælendur afsökunar á þriðjudag.

Mótmælin hafa staðið í eina viku og hafa tveir mótmælendur látið lífið og hundruð særst. Upphaflega snerust þau um byggingarframkvæmdir í Istanbul, en harðræði lögreglumanna hafa orðið til þess að þau færðust í aukana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×