Erlent

Sprenging í hreyfli Airbus-þotu

Sprenging varð í öðrum hreyfli Airbus þotu, þegar verið var að aka henni til flugtaks á flugvellinum í Mancester í Bretlandi í gær.

Flugmennirnir stöðvuðu þotuna þegar, og slökkvilið þursti á vettvang, en engin eldur kviknaði í vélinni og engan um borð sakaði.

Vélin er í eigu Thomas Cook félagsins, og er nú verið að rannsaka hvað olli sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×