Erlent

Nítján fórust í skógareldum

Boði Logason skrifar
Frá eldunum í Arizona
Frá eldunum í Arizona
Nítján fórust í miklum skógareldum í Arizona-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Um 250 heimili hafa orðið eldinum að bráð, sem eru mesta tjón í kjölfar skógarelda í landinu í yfir þrjátíu og fimm ár.

Þeir sem létust voru sjálfboðaliðar sem unnu að slökkvistörfum. CNN fréttastofan segir að mennirnir hafi unnið að greftri til að koma í veg fyrir að eldarnir breiddust frekar út. Fjölmargir taka nú þátt í slökkvistörfum en eldurinn braust út á föstudag og hefur dreift sér á svæði sem er yfir 2000 ekrur. Miklir vindar um helgina gera það að verkum að eldurinn breiðir hratt úr sér.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann sagði að mennirnir væru hetjur sem fórnuðu lífi sínu við að hjálpa samborgurum sínum sem þeir höfðu aldrei hitt. Yfirvöld í landinu myndu nú vinna að því að veita íbúum á svæðinu alla þá hjálp sem þeir þurfa.

Slökkviliðsmennirnir sem létust



Fleiri fréttir

Sjá meira


×